Hjá okkur starfa um 40 sérfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn og víðtæka þekkingu á atvinnu- og menningarlífi, fjölmiðlum, hönnun, stjórnsýslu og stjórnmálum. Sérsniðin teymi þessara sérfræðinga aðstoða okkar kúnna við að skilja kjarnann sinn, skapa sér aðgreiningu á markaði og að ná til fólks.

Agnar Tr. Lemacks

Ráðgjafi og eigandi

Agnar er stjórnarformaður Aton auk starfa sinna sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu. Agnar stundaði nám við Berlin School of Leadership en hann er búinn að starfa við auglýsingar og samskipti frá árinu 1997. Hann var annar stofnenda auglýsingastofunnar Jónsson & LeMacks árið 2002, en hefur einnig komið að stofnun fjölda annarra fyrirtækja, þar á meðal Good Good og Plain Vanilla. Hann tók einnig þátt í að koma tónlistarhátíðinni Airwaves á fót.

agnar@aton.is

820 5111

Birgir Páll Auðunsson

Kvikmyndagerðarmaður

Birgir Páll býr yfir áratugalangri reynslu í kvikmyndagerð. Hann nam myndlist við LHÍ, og stundaði nám í European Film College í Danmörku með skiptinámi hjá Famu í Prag. Birgir hóf störf hjá Jónsson & LeMacks árið 2014 en hafði áður starfað m.a. hjá Sagafilm, RÚV og Latabæ. Hann hefur hefur víðtæka reynslu af gerð stutt-, heimildar- og bíómynda auk tónlistarmyndbanda og auglýsinga. Hjá Aton sinnir Birgir almennri kvikmyndagerð, þ.á m. tökum, klippingu og eftirvinnslu.

biggi@aton.is

695 5148

Edda Kristín Óttarsdóttir

Kvikmyndagerðarmaður

Edda hefur áralanga reynslu af kvikmyndagerð af ýmsu tagi. Hún vann hjá 101 Productions frá stofnun fyrirtækisins, kom þar að öllum helstu verkefnum sem unnin voru hjá 101, hvort heldur var við upptökur, eða klippingu og eftirvinnslu. Hún hefur einnig unnið að gerð fjölda auglýsinga, tónlistarmyndbanda og heimildarefnis. Edda hefur mikinn áhuga á listum og menningu og fær útrás fyrir sköpunarþörfina í myndbandagerð sinni. Edda æfði Karate um tólf ára skeið og var m.a. í landsliði Íslands og vann til nokkurra Íslandsmeistaratitla.

edda@aton.is

898 0299

Friðrik Kaldal Ágústsson

Verkefnastjóri

Friðrik hefur starfað hjá Jónsson & LeMacks og síðar Aton frá árinu 2009. Að loknu námi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands hóf Friðrik störf hjá Íslandssíma, sem svo sameinaðist Tal og seinna Vodafone. Hann steig sín fyrstu skref inn í auglýsingaheiminn þegar hann hóf vinnu hjá Góðu fólki árið 2006. Hjá Aton hefur Friðrik starfað sem viðskipta- og verkefnastjóri og hefur sinnt nokkrum af stærstu viðskiptavinum stofunnar.

rikki@aton.is

616 1616

Guðrún Norðfjörð

Verkefnastjóri

Guðrún er með BA gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands, diplóma í hagnýtri fjölmiðlun og MA gráðu í menningarstjórnun frá Goldsmiths College í London. Guðrún hefur víðtæka reynslu af auglýsinga- og markaðsmálum, bæði sem markaðsráðgjafi á auglýsingastofu en einnig sem markaðsstjóri. Aukinheldur hefur hún haldgóða reynslu af viðburða- og verkefnastjórnun.

gudnord@aton.is

866 6010

Hólmfríður Benediktsdóttir

Hönnuður

Hólmfríður útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá LHÍ árið 2022 og með meistaragráðu í leturhönnun árið 2024 frá Écal skólanum í Sviss. Hún nam einnig leturhönnun við UMPRUM skólann í Prag. Árið 2020 stofnaði hún með vinkonu sinni grafíska hönnunarstúdíóið Lófí/Low Fee sem hefur tekið að sér margvísleg verkefni. Hólmfríður vann til tveggja gullverðlauna í nemendaflokki FÍT árið 2022.

holmfridur@aton.is

845 4498

Ingvar Sverrisson

Ráðgjafi og framkvæmdastjóri

Ingvar Sverrisson er einn eigenda og ráðgjafi hjá Aton. Hann er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur víðtæka reynslu úr íslenska auglýsingageiranum og var t.a.m. framkvæmdastjóri Góðs fólks. Ingvar hefur einnig víðtæka reynslu úr störfum fyrir hjá hinu opinbera og hefur m.a. starfað sem pólitískur ráðgjafi innanríkisráðherra og velferðarráðherra. Undanfarin ár hefur hann starfað sem ráðgjafi fyrir fjölda íslenskra fyrirtækja, stofnana og opinberra aðila.

ingvar@aton.is

824 7722

Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir

Umsjónarhönnuður

Margrét Aðalheiður útskrifaðist með BA gráðu í grafískri hönnun úr Listaháskóla Íslands 2019 og var starfsnemi hjá Stockholm Design Lab eftir útskrift. Hún starfaði í kjölfarið sem grafískur hönnuður hjá auglýsingastofunni TVIST í tvö ár. Hún hefur einnig starfað sjálfstætt sem hönnuður í sjö ár, aðallega í tónlistar- og menningartengdum verkefnum.

margret@aton.is

849 1304

Sigurður Ármannsson

Hönnuður

Siggi Ármanns var einn af fyrstu hönnuðum á Íslandi til þess að nota tölvur við hönnun. Hann hefur verið óspar á að miðla úr sínum þekkingarbrunni og kennt á annað þúsund nemendum við Listaháskóla Íslands og Iðunnar að ógleymdum starfsfélögum og viðskiptavinum. Vinna við hönnun og tölvur eru aðeins hluti þess sem hann sinnir. Meginþemað er þó alltaf: að leysa verkefni.

siggi@aton.is

 663 0032

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir

Ráðgjafi

Steinunn er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Columbia háskóla í New York. Hún hefur yfir 15 ára reynslu af kynningar- og stjórnunarstörfum á vettvangi félagasamtaka og stofnana hérlendis og erlendis. Hún hefur mikla reynslu af hvers kyns starfi í þágu jafnréttis auk þekkingar sinnar á opinberri stefnumótun, fræðslustörfum og því að leiða saman ólík sjónarmið hagaðila við mótun stefnu.

steinunn@aton.is

690 3565

Albert Muñoz

Hönnunarstjóri

Albert hefur unnið við hönnun og auglýsingagerð í meira en 25 ár og hefur verið umsjónarhönnuður og hönnunarstjóri hjá Jónsson & Le'macks og Aton frá 2010. Eftir útskrift frá Elisava - Barcelona School of Design and Engineering vann hann sem umsjónarhönnuður hjá nokkrum fjölþjóðlegum hönnunarhúsum. Albert hefur stýrt hönnunar- og samskiptaverkefnum fyrir fyrirtæki á borð við Audi, Nike, Danone, Deutsche Bank, ráðhúsið í Barcelona, Nissan, Þjóðminjasafn Íslands og Víking. Hann hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar á innlendum og alþjóðlegum hátíðum, svo sem Cannes Lions, ADC*E, The Echo Awards og Red Dot.

albert@aton.is

618 1165

Bjarni Ólafsson

Ráðgjafi

Bjarni Ólafsson er ráðgjafi hjá Aton. Bjarni vann í 17 ár sem blaðamaður, lengst af sem viðskiptablaðamaður hjá Morgunblaðinu og svo hjá Viðskiptablaðinu. Síðustu fjögur árin, 2013-2017, var hann ritstjóri Viðskiptablaðsins. Hjá Aton hefur Bjarni komið að fjölbreyttum verkefnum, textagerð og samskiptaráðgjöf, fyrir fjölda viðskiptavina, einkarekinna og opinberra, í ólíkum geirum atvinnulífsins. Verkefnin hafa jafnt snúið að stefnumótun og gerð samskiptaáætlana til lengri tíma sem og ráðgjöf við krísustjórnun.

bjarni@aton.is

699 8728

Elías Jón Guðjónsson

Ráðgjafi

Elías Jón er með hátt í tveggja áratuga reynslu af ráðgjöf. Hann hefur komið að fjölbreyttum verkefnum með einkaaðilum, opinberum aðilum, félagasamtökum og hagsmunasamtökum. Elías Jón hefur fjölbreytta reynslu, bæði af félagsstörfum og úr atvinnulífi, hefur meðal annars starfað í stóriðju, sem blaðamaður, upplýsingafulltrúi og aðstoðarmaður ráðherra. Elías Jón er menntaður í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur mikla þekkingu á íslensku atvinnulífi, stjórnkerfi og samfélagi.

elias@aton.is

694 1480

Gísli Árnason

Ráðgjafi

Gísli hefur áralanga reynslu af mótun samskipta fyrir fyrirtæki og stofnanir með flókin hagaðilatengsl, þ.á m. við vörumerkjastjórnun, mótun markaðssamskipta, almannatengsl og bein samskipti við hagaðila. Gísli nam spænsku og spænskar bókmenntir við HÍ og Háskólann í Barcelona en hefur áður starfað m.a. sem yfirtexta- og hugmyndasmiður hjá Jónsson & Le'macks, blaðamaður á Morgunblaðinu og upplýsingafulltrúi hjá Íslenskri erfðgreiningu.

gisli@aton.is

699 1276

Gunnar Ingi Björnsson

Aðstoðarmaður

Gunnar útskrifaðist af starfsbraut í Borgarholtsskóla árið 2021 og hefur starfað hjá Aton frá útskrift. Gunnar gegnir því lykilhlutverki að tryggja að skrifstofan sé í toppstandi og að starfsfólk hafi ætíð það sem það þarf í eldhúsi og kaffistofu til að komast í gegnum vinnudaginn.

gunnar@aton.is

894 9928

Huginn Freyr Þorsteinsson

Ráðgjafi og eigandi

Dr. Huginn Freyr er með doktorsgráðu í vísindaheimspeki frá Bristol háskóla. Huginn hefur nærri tveggja áratuga reynslu af ráðgjöf, kennslu og greiningarvinnu fyrir opinbera aðila, fyrirtæki, vísindastofnanir o.fl. Eftir hann liggja fjölmörg ritverk, m.a. um vísindi, tæknibreytingar, sjávarútveg og ferðaþjónustu. Huginn Freyr var formaður nefndar forsætisráðherra um Ísland og fjórðu iðnbyltinguna.

huginn@aton.is

821 3434

Íris Jónsdóttir

Bókhald

Íris hefur starfað við bókhald hjá Jónsson & Le'macks og Aton frá 2011, og stundaði m.a. nám í greininni samhliða þeirri vinnu. Árið 2015 sótti hún framhaldsnám til réttinda sem viðurkenndur bókari.

iris@aton.is

775 4881

Orri Eiríksson

Texta- og hugmyndasmiður

Orri hefur starfað við hugmynda- og textasmíð í fjölda ára, fyrst hjá Maurum auglýsingastofu og svo hjá Baklandi Creative. Hann hefur unnið með viðskiptavinum af öllum stærðum og gerðum og sinnt flestum þeim verkefnum sem snúa að hugmynda- og textavinnu og mótun skilaboða. Ótal frasar slagorð og markaðsskilaboð hafa runnið undan rifjum Orra og þá hefur hann komið að sköpun nokkurra vörumerkja frá grunni og unnið að verðlaunuðum auglýsingaherferðum. Hann hefur frá upphafi haft áhuga á hlaðvarpinu sem miðli og í vinnu sinni hjá Maurum tók hann þátt í uppbyggingu á hlaðvarpsmiðstöðinni og vefmiðlinum Viftunni. Hann hefur einnig við annan mann haldið úti hlaðvarpinu "Svona var sumarið".

orri@aton.is

865 9013

Sigurður Oddsson

Hönnunarstjóri

Sigurður er margverðlaunaður hönnuður með yfir 16 ára reynslu hjá auglýsinga- og hönnunarstofum á Íslandi og erlendis. Hann hefur undanfarin ár starfað sem hönnunarstjóri hjá hönnunar- og mörkunarstofunni JKR New York en starfaði þar áður sem yfirhönnuður hjá Hugo & Marie, einnig í New York. Sigurður hefur lagt sérstaka áherslu á uppbyggingu sterkra og árangursríkra vörumerkja í störfum sínum. Hann starfaði síðast á Íslandi hjá Jónsson & Le´macks. Sjálfstætt hefur hann komið að fjölda verkefna fyrir fyrirtæki og listamenn víða um heim og fengið viðurkenningar fyrir m.a. mörkun, merkjahönnun, umbúðahönnun, leturhönnun, myndskreytingar, hönnun á bókarkápum og plötuumslögum.

siggiodds@aton.is

864 4421

Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir

Ráðgjafi

Svan­hild­ur hef­ur síðustu 10 árin tekið þátt í og stofnað til ým­issa skap­andi verk­efna. Hún stofnaði sitt eigið hönn­unarstúdió; Studio Holt, veftímaritið Blær.is og ljós­mynda- og fram­leiðslu­rým­ið EY Studio. Svan­hild­ur hefur mikla reynslu af efnissköpun og hefur starfað víða á vettvangi fjölmiðla; sem blaðamaður, ljósmyndari og dagskrárgerðarkona.

svanhildur@aton.is

824 3955

Ásdís Sigurbergsdóttir

Ráðgjafi

Ásdís er með BA gráðu í stjórnmálafræði og MA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Greiningarvinna þar sem þarf að styðjast við lög, reglugerðir, stefnur, skýrslur og töluleg gögn er hennar sérsvið og hjá Aton hefur hefur Ásdís m.a. leitt stefnumótunarverkefni, haldið vinnustofur, unnið aðgerða- og samskiptaáætlanir og ritstýrt skýrslum. Áður starfaði Ásdís sem ráðgjafi hjá Capacent á Íslandi og sem sérfræðingur á stefnuskrifstofu forsætisráðuneytisins, í tímabundnum verkefnum. Síðustu ár hefur hún einnig sinnt aðstoðarkennslu við stjórnmálafræðideild HÍ.

asdis@aton.is

898 9693

Bolli Huginsson

Ráðgjafi

Bolli lauk B.A. námi í heimspeki við Háskóla Íslands og síðar meistaragráðu í heimspeki við St. Andrews háskóla í Skotlandi þar. Hann hefur reynslu af víðtækri greiningarvinnu innan akademíunnar, fyrir stofnanir og ýmis fyrirtæki, bæði innanlands og erlendis. Bolli kemur til Aton frá National Robotarium stofnuninni í Edinborg þar sem hann rannsakaði traust fólks gagnvart vélmennum. Hann hefur komið að fjölbreyttum samskiptaverkefnum, bæði sem ráðgjafi og verkefnastjóri, sem hafa byggt á ítarlegri greiningu og mótun strategíu. Bolli hefur sérstakan áhuga á þekkingarmiðlun flókinna upplýsinga á skýran og skilmerkilegan máta.

bolli@aton.is

6982257

Eydís Blöndal

Texta- og hugmyndasmiður

Eydís starfar hjá Aton við textagerð og hugmyndavinnu. Hún útskrifaðist með BA gráðu í heimspeki með hagfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 2019, og starfaði við skrif og strategíuvinnu þar til hún kom til Aton árið 2021. Í vinnu sinni hjá Aton sinnir Eydís mörkunarvinnu, sem og texta- og hugmyndavinnu fyrir fjölda viðskiptavina. Eydís er ljóðskáld og hefur skrifað þrjár bækur.

eydis@aton.is

776 1175

Guðni Þór Ólafsson

Hönnuður

Guðni útskrifaðist frá LHÍ með B.A. gráðu í grafískri hönnun árið 2022 en hóf störf hjá Aton árið 2021. Hann hefur komið að fjölbreyttum hönnunarverkefnum sem krefjast ýmist af honum að klæðast hatti grafísks-, hreyfi-, eða þrívíddarhönnuðar — honum finnst þó skemmtilegast þegar allt þrennt fer saman. Guðni hefur einnig unnið ýmis verkefni sjálfstætt meðfram námi og dagvinnu, þá helst tónlistartengd, og hefur vakið athygli fyrir plötuumslög fyrir ýmsa listamenn á borð við GusGus og Sturla Atlas.

gudnithor@aton.is

845 1319

Helga Kristín Haraldsdóttir

Verkefnastjóri

Helga Kristín er með BA gráðu í íslensku frá Háskóla Íslands. Helga hefur unnið hjá Aton, áður Jónsson & Le'macks, í samfleytt 16 ár og sinnt þar verkefnastjórnun fyrir fjölda viðskiptavina. Hjá Aton hefur Helga unnið að fjölbreyttum verkefnum, allt frá einstökum auglýsingum fyrir minni viðskiptavini, umfangsmiklum auglýsingaherferðum til víðtækrar skýrslugerðar af ýmsu tagi.

helga@aton.is

824 0321

Hörður Axel Vilhjálmsson

Verkefnastjóri

Hörður hefur starfað um árabil sem atvinnumaður í körfubolta í sjö löndum, þar á meðal í Þýskalandi, Kasakstan og á Spáni. Hann hefur að auki gegnt hlutverki fyrirliða og verið þjálfari í meistaraflokki hér heima. Hörður hefur mikinn áhuga og þekkingu á jákvæðri sálfræði og hefur nýtt aðferðafræði hennar með góðum árangri í störfum sínum sem þjálfari og verkefnastjóri. Hörður stýrir verkefnum fyrir nokkra af stærstu viðskiptavinum Aton.

hordur@aton.is

659 0826

Kolbeinn Hamíðsson

Hönnuður

Kol­beinn lærði graf­íska hönn­un í Lista­há­skóla Íslands og út­skrifaðist þaðan árið 2019. Að lokinni útskrift starfaði hann hjá hönn­un­ar­stúd­íó­inu E&Co. þar sem hann sinnti verk­efn­um fyr­ir viðskipta­vini á borð við Lista­safn Íslands, Norr11 og Geysi. Kolbeinn sinnir fjölbreyttum verkefnum hjá Aton, en hann hefur sérþekkingu og sérstakan áhuga á leturfræði, sjónrænum einkennum í vöruhönnun og grípandi umbúðahönnun.

kolbeinn@aton.is

696 0832

Sif Jóhannsdóttir

Ráðgjafi og rekstrarstjóri

Sif Jóhannsdóttir er með BA gráðu í frönsku og bókmenntum frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Sif lærði jafnframt verkefnastjórnun í UCLA í Los Angeles og breytingastjórnun í Harvard háskóla í Boston. Hjá Aton hefur Sif komið að fjölbreyttum verkefnum, allt frá hinu opinbera til einkageirans. Sif hefur haldið fjölda vinnustofa sem snúa að stefnumótun og strategískum samskiptum og unnið með viðskiptavinum stofunnar að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að sjálfbærni.

sif@aton.is

655 8372

Stefanía Reynisdóttir

Ráðgjafi

Stefanía er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Edinborg. Eins tók hún þátt í International Honors Program við Stanford háskóla sumarið 2016. Hún lagði í námi sínu áherslu á kenningar í alþjóðasamskiptum og öryggisfræðum með áherslu á Evrópumál og málefni Norðurslóða. Stefanía hefur starfað á Íslandi og í Belgíu við samskiptamál, upplýsingamiðlun og pólitíska greiningu.

stefania@aton.is

868 3222

Zuzanna Jadwiga Wrona

Hönnuður

Zuz­anna út­skrifaðist með B.A. gráðu í graf­ískri hönn­un frá Teessi­de Uni­versity í Bretlandi árið 2022 en er jafn­framt með diplóma gráðu í sama fagi frá Prague Col­l­e­ge. Hún hef­ur starfað sem UI og UX hönnuður í Tékklandi og unnið sjálf­stætt sem graf­ísk­ur hönnuður. Þá hef­ur hún einnig haldið sýn­ing­ar á verk­um sín­um, bæði í Tékklandi og á Íslandi.

zuzanna@aton.is

785 6112

Bergþóra Benediktsdóttir

Ráðgjafi

Bergþóra er ráðgjafi hjá Aton með fjölbreytta reynslu úr stjórnmálum, stjórnsýslu og atvinnulífinu. Hún hefur starfað sem aðstoðarmaður forsætisráðherra, framkvæmdastjóri þingflokks og í leiðandi hlutverkum innan ferðaþjónustu og nýsköpunar. Bergþóra hefur víðtæka reynslu af stefnumótun, greiningum og samskiptum. Þá hefur hún leitt hópa í stórum og flóknum verkefnum og hefur mikla reynslu af því að leiða ólíka hópa saman. Bergþóra hefur mikinn áhuga og þekkingu á samfélaginu auk umfangsmikillar þekkingar á stjórnkerfinu.

bergtora@aton.is

698 4376

Bryndís Silja Pálmadóttir

Ráðgjafi

Bryndís Silja er með BA gráðu í Almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands en lauk einnig fjölda áfanga í stjórnmálafræðideild HÍ á meðan náminu stóð. Bryndís Silja er jafnframt með meistaragráðu í Nær- og Mið-Austurlandafræði og arabísku frá SOAS, University of London þar sem aðalfag hennar voru stjórnmál svæðisins. Bryndís Silja kom til Aton frá pólitíska ráðgjafafyrirtækinu Atlas Partners í Lundúnum og hefur sérstakan áhuga á breskum stjórnmálum.

bryndis@aton.is

867 9109

Flosi Eiríksson

Ráðgjafi

Flosi hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og þekkir einnig vel til reksturs hins opinbera. Hann er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykjavík og með sveinsbréf í húsasmíði. Flosi hefur starfað sem ráðgjafi og verkefnastjóri í fjölbreyttum verkefnum fyrir bæði einka- og opinbera aðila. Auk þess að hafa verið virkur í sveitarstjórnarmálum og setið í margvíslegum nefndum og starfshópum á vegum hins opinbera.

flosi@aton.is

897 8888

Guðrún Edda Guðmundsdóttir

Ráðgjafi

Guðrún Edda er lögfræðingur að mennt frá lagadeild Háskóla Íslands. Hún hefur umtalsverða reynslu af opinberri stjórnsýslu en áður starfaði hún sem lögfræðingur, fyrst hjá dómsmálaráðuneytinu og síðan og lengst af hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Hún hefur setið í fjölmörgum ólíkum nefndum og starfshópum á vegum hins opinbera. Guðrún Edda starfaði við ýmsa menningartengda starfsemi um árabil auk þess sem hún hefur undanfarið haft aðkomu að veitingarekstri, nú síðast veitingastaðarins Kastrup.

gudrunedda@aton.is

861 8369

Hildur Helga Jóhannsdóttir

Hönnuður

Hildur Helga útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá LHÍ vorið 2020 og var lokaverkefni hennar tímaritið Æsa, sem fjallaði um nornir og snerti á ýmsum flötum hönnunar, sögu og afþreyingar. Áður stundaði Hildur nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Í starfi sínu hjá Aton hefur Hildur sinnt fjölbreyttum verkefnum fyrir breiðan hóp viðskiptavina. Samhliða starfi sínu stundar hún nám í húsgagnasmíði.

hildur@aton.is

692 8407

Ingólfur Hjörleifsson

Textasmiður

Ingólfur er textasmiður og textagreinandi auk þess að sjá um prófarkalestur hjá Aton. Hann er með BA gráðu í Almennri bókmenntafræði frá HÍ og MA í kvikmyndagerð og samskipta- og menningarfræði frá University of Iowa. Ingólfur hefur starfað í samskiptafaginu með ýmsum hætti frá 1985, á Þjóðviljanum, RÚV, Góðu fólki auglýsingastofu, SÍA (Sambandi íslenskra auglýsingastofa), Jónsson & Le'macks og Aton.

ingolfur@aton.is

862 8339

Magnús Arason

Umsjónarhönnuður

Magnús útskrifaðist með próf í grafískri hönnun frá MHÍ. Áður en hann hóf störf hjá Jónsson & Le'macks, annars forvera Atons, starfaði hann sem hönnuður hjá fyrirtækjum á borð við CAOZ, OZ, Fíton, Grafít og Gott fólk. Samhliða vinnu sinni hjá Aton hefur Magnús til fjölda ára starfað sjálfstætt fyrir Össur sem hönnuður. Magnús hefur einnig sinnt kennslu við hönnunardeild Listaháskóla Íslands um nokkurra ára skeið.

maggi@aton.is

821 3570

Sigrún Sigurðardóttir

Fjármálastjóri

Sigrún er með yfir 40 ára reynslu í bókhaldi og fjármálum fyrirtækja. Sú reynsla teygir sig allt aftur til 1980-1982 þegar hún vann í gjaldeyrisdeild Landsbankans. Hún starfaði svo á endurskoðunarskrifstofu og sinnti ýmsum bókhaldsverkefnum þar til hún hóf störf hjá auglýsingastofunni Góðu fólki. Árið 2009 hóf hún störf hjá Jónsson & Le'macks og hefur sinnt starfi fjármálastjóra stofunnar og Aton frá árinu 2011.

sigrun@aton.is

892 7271

Stefán Snær Grétarsson

Umsjónarhönnuður

Stefán Snær býr yfir um 40 ára reynslu í samskiptafaginu. Hann lærði grafíska hönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist 1988 og hefur starfað á auglýsinga- og hönnunarstofum síðan. Stefán kenndi mörkun við Listaháskóla Íslands og sat í stjórn Hönnunarsjóðs Íslands um fimm ára skeið. Einnig hefur hann setið í dómnefnd í auglýsinga- og hönnunarkeppnunum Lúðrinum og FÍT oftar en hann vill muna.

stefan@aton.is

898 0196

Aton er fjölbreyttur vinnustaður þar sem áhugi á samfélagsmálum í sem víðustum skilningi þess orðs er í forgrunni. Öll okkar vinna fer fram í teymum, hvort sem það eru fag- eða kúnnateymi, og höfum við lagt hart að okkur við að búa til menningu þar sem starfsfólk nýtur trausts í starfi.

Skrifstofan okkar stendur við Tryggvagötu 10. Við erum stolt af þeirri stemningu sem þar hefur myndast þar sem samfélags-, stjórn- og markaðsmál eru krufin til mergjar, í bland við sjóðheitar umræður um poppstjörnur, körfubolta og aðra enn undarlegri afkima mannlífsins.

Hefur þú áhuga á að vinna með okkur?
Ekki hika við að hafa samband:
hallo@aton.is

Við notum vefkökur á þessari vefsíðu til að bæta upplifun þína. Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur